Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2010 | 09:59
1. Reynslusögur af kreminu Jöklamús "Sigga krem"
Eva Björnsdóttir
Eva Björnsdóttir var stödd í Haukafelli í útilegu með hóp af unglingum úr vinnuskólanum frá Höfn. Hún var verkstjóri yfir hópnum, og þetta voru lokin á vinnuskólanum. Það átti að vera varðeldur um kvöldið, þegar það kom að því að kveikja í bálkestinum var skvett á hann bensíni, það var heitt í veðri og mynduðust miklar bensíngufur í kringum köstinn. Og þegar kveikt var í, varð mikil sprenging og stóð Eva í eldhafinu sem myndaðist, og virtust bensíngufurnar hafa farið inn undir fötin sem hún var í og brenndist hún illa. Hún fékk aðhlynningu á Heilsugæslustöðinni á Höfn, henni fannst batinn ganga seint, Haraldur Jónson föðurbróðir hennar benti henni á að Sigurður Einarsson væri að sjóða jurtaáburð. Haraldur hafði komist í kynni við áburðinn þegar hann sólbran mjög illa á pollamóti úti í Vestmannaeyjum, hann ráðlagði Evu að tala við Sigurð og athuga hvort hún gæti ekki fengið áburð hjá honum. Hún fékk áburinn og hann var notaður á sárin þegar skipt var um umbúðir á hjúkrunarheimilinu, og árangurinn lét ekki á sér standa, minni sviði, minni kláði og sárin hurfu á ótrúlega stuttum tíma.
Bestu kveðjur
Siggi og Gulla
www.joklamus.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 14:06
Flottir ostahnífar
Við höfum verið að framleiða glæsilega ostahnífa sem henta vel í tækifærisgjafir.
Hnífarnir eru unnir úr hreindýrshorni. Hægt er að panta ostahnífana með því að senda okkur póst á joklamus@joklamus.is eða hringa í síma 849-0007.
Bestu kveðjur
Siggi og Gulla
www.joklamus.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 08:25
Ótrúleg reynslusaga af notkun á kreminu Jöklamús
Hér eru myndir af stúlku sem heitir Anna Birna Elvarsdóttir en hún datt á skíðum í Oddskarði og slasaðist illa á andliti. Foreldrar hennar leitðu til Sigurðar og fengu hjá honum kremið Jöklamús sem þau báru á sárin þrisvar sinnum á dag í um það bil tvær vikur. Sárin gréru hratt og var hún laus við kláða og lét því sárin í friði. Eins og sést á seinni myndunum sést að nánast engin ör eru á andlitinu á Önnu Birnu. Þetta sýnir frábæra virkni kremsins Jöklamúsar. En kremið Jöklamús inniheldur jurtir sem týndar eru í Vatnajökulsþjóðgarði.
Hægt er að nálgast panta kremið Jöklamús með því að senda póst á joklamus@joklamus.is eða hringja í síma 849-0007. Við póstsendum um allt land.
Jöklamúsar kveðjur
Siggi og Gulla
www.joklamus.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 08:41
Við búum til tölur úr hreindýrshornum, birki og steinum
Við höfum verið að þróa vörur okkar og það fyrsta sem við byrjuðum á að framleiða voru tölur úr hreindýrshornum. Við höfum verið að þróa tölurnar og prófað að nýta íslenska steina og íslenskt birki í tölur.
Handverksfólk og hönnuðir hafa nýtt tækifærið og nýtt sér þessa glæsilegu tölur á lopapeysur og annan fatnað. Eftirspurnin eftir tölunum er mikil og eru tölurnar ásamt kreminu Jöklamús "Sigga krem" vinsælasta söluvaran okkar.
Kíkið á dæmin á heimasíðu okkar www.joklamus.is. Einnig er hægt að panta vörurnar okkar á joklamus@joklamus.is eða hringja í okkur í síma 849-0007.
Kær kveðja
Siggi og Gulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 09:11
Flottar lyklakippur
Erum að framleiða talsvert af handverki úr hreindýrshornum og steinum. Hér er m.a. dæmi, en það eru lyklakyppur úr unnið úr hreindýrshornum og steinum.
Lyklakippurnar eru tilvaldar tækifærisgjafir eða afmælisgjafir.
Allar upplýsingar er að finna á vefsíður okkar, www.joklamus.is eða joklamus@joklamus.is
Kær kveðja
Siggi og Gulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 14:28
Jöklamús er á Facebook
Við erum að sjálfsögðu á Facebook. Viltu gerast aðdáandi, smelltu hér:
http://www.facebook.com/joklamus#!/pages/Joklamus-ehf/110851088937083?ref=ts
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 18:53
Ullarstúkur hvað er nú það ??
Já það er von að fólk spyrji. Ullarstúkurnar eru ullarhólkar sem klæða úlnliðina og fingurnir standa fram úr. Ullarstúkurnar eru mjög hlýjar og gera það að verkum að úlnliðir og hendur haldast heitar. Áfest er tala úr hreindýrshorni eða heklað blóm. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið: joklamus@joklamus.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 17:57
Jöklamús "Sigga kremið" sem græðir nánast allt...
Í dag langar mig að segja ykkur frá kreminu sem við erum búinn að vera þróa undan farin 15 ár. Þar sem ég var í sveit sem polli í Svínafelli í Nesjum var kona sem hét Þóra Guðmundsdóttir. Þóra framleiddi mikið af náttúrusmyrslum og þar vaknaði áhuginn. Síðan fór ég að fikta mig áfram og studdist mest við þær hugmyndir og reynslu sem hún hafði. Með því að nota sem flestar jurtir sem virkuðu á svipaðan hátt, en þær myndu þá vega hver aðra upp. Úr því varð kremið sem hefur verið gefið nafnið Jöklamús áður nefnt "Sigga krem" og virkað mjög vel. Framleiðslan er úr íslenskum jurtum sem við týnum í okkar heimabyggð, á stöðum sem nú eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Áburðurinn eða kremið hefur hingað til verið kallaður Sigga krem af þeim sem til þekkja og hafa notað hann með góðum árangri. Áburðurinn þykir mjög græðandi og hefur verið notaður með góðum árangri á brunasár, sólbruna, fótasár og þykir einstaklega góður á sár sem fólk fær á gervigrasi. Kremið virkar einnig vel á flugnabit (moskito) og liðbólgur. Nú undanfarið hafa nokkrir soriasis sjúklingar verið að nota kremið með góðum árangri. Hægt er nálgast kremið á heimasíðu okkar www.joklamus.is eða með því að senda okkur póst á joklamus@joklamus.is
Bestu kveðjur
Siggi og Gulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)