19.4.2010 | 09:59
1. Reynslusögur af kreminu Jöklamús "Sigga krem"
Eva Björnsdóttir
Eva Björnsdóttir var stödd í Haukafelli í útilegu með hóp af unglingum úr vinnuskólanum frá Höfn. Hún var verkstjóri yfir hópnum, og þetta voru lokin á vinnuskólanum. Það átti að vera varðeldur um kvöldið, þegar það kom að því að kveikja í bálkestinum var skvett á hann bensíni, það var heitt í veðri og mynduðust miklar bensíngufur í kringum köstinn. Og þegar kveikt var í, varð mikil sprenging og stóð Eva í eldhafinu sem myndaðist, og virtust bensíngufurnar hafa farið inn undir fötin sem hún var í og brenndist hún illa. Hún fékk aðhlynningu á Heilsugæslustöðinni á Höfn, henni fannst batinn ganga seint, Haraldur Jónson föðurbróðir hennar benti henni á að Sigurður Einarsson væri að sjóða jurtaáburð. Haraldur hafði komist í kynni við áburðinn þegar hann sólbran mjög illa á pollamóti úti í Vestmannaeyjum, hann ráðlagði Evu að tala við Sigurð og athuga hvort hún gæti ekki fengið áburð hjá honum. Hún fékk áburinn og hann var notaður á sárin þegar skipt var um umbúðir á hjúkrunarheimilinu, og árangurinn lét ekki á sér standa, minni sviði, minni kláði og sárin hurfu á ótrúlega stuttum tíma.
Bestu kveðjur
Siggi og Gulla
www.joklamus.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.